Enski boltinn

Sturridge spilar ekki gegn Brasilíu

Sturridge með Roy Hodgson landsliðsþjálfara í morgun.
Sturridge með Roy Hodgson landsliðsþjálfara í morgun.
Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Brasilíu á miðvikudag. Nú hefur Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dregið síg úr hópnum.

Sturridge fór til móts við liðið í gær en gat ekki æft með því í morgun vegna meiðsla á læri. Þá var hann sendur í meðferð til Liverpool.

Sturridge meiddist í fyrri hálfleik gegn Man. City í gær en hann var þá búinn að skora fyrra mark Liverpool í leiknum.

Strákarnir frá Man. Utd, Wayne Rooney og Danny Welbeck, eru einu framherjarnir sem eru eftir í enska hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×