Enski boltinn

Gerrard: Getum náð fjórða sætinu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur ekki gefið upp alla von um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool hefur gert jafntefli við Arsena og Man. City í síðustu tveim leikjum sínum í deildinni. Liverpool á ekki eftir að mæta neinu af topp tíu liðum deildarinnar í síðustu leikjum sínum.

"Við eigum að fyllast sjálfstrausti eftir síðustu leiki. Það var frábært að ná stigi á heimavelli meistaranna. Við spiluðum líka frábærlega og vorum því svekktir að hafa ekki unnið leikinn," sagði Gerrard.

"Við þurfum að byggja ofan á þessa frammistöðu og ég er mjög bjartsýnn á að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum kannski ekki náð að leggja stóru liðin en við höfum átt í fullu tré við þau.

"Ég vil ekki gera lítið úr þeim liðum sem við eigum eftir að mæta en ef við höldum áfram að spila svona þá getum við keppt um fjórða sætið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×