Enski boltinn

Gazza farinn í meðferð í Bandaríkjunum

Aðstandendur Paul Gascoigne geta andað léttar í dag því búið er að koma þessari fyrrverandi knattspyrnugoðsögn í meðferð í Bandaríkjunum.

Gazza hefur drukkið mikið upp á síðkastið og svo mikið að hans nánustu óttuðust að hann væri að ganga frá sér. Umboðsmaður hans sagðist óttast um líf hans og óskaði eftir hjálp.

Í yfirlýsingu frá umboðsmanni hans kemur fram að Gazza hafi farið sjálfviljugur í meðferð og að hann væri djúpt snortinn yfir þeim stuðningi sem hann hefði fengið.

Barátta Gazza við áfengisfíkn hefur lengi verið orðuð og hann á stundum verið nálægt því að ganga frá sér með drykkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×