Enski boltinn

Allen lofar að bæta sig

Miðjumaðurinn Joe Allen hefur ekki þótt standa undir væntingum síðan hann kom til Liverpool frá Swansea. Liverpool greiddi litlar 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

"Ég hef aldrei hugsað um þennan verðmiða og geri mér ekki grein fyrir hvort hann hafi haft áhrif á mig. Það vita allir að ég hef ekki verið nógu góður og það eru vonbrigði að hafa ekki spilað meira," sagði Allen.

Hann er í eldlínunni með velska landsliðinu á sínum gamla heimavelli.

"Það er alltaf gott að koma aftur til Swansea. Nú er það undir mér komið að rífa mig upp og komast aftur í liðið. Ég ætla mér að komast í betra form."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×