Ef marka má sýningu Pierre Balmain á tískuvikunni í New York í gærdag munu netasokkabuxurnar snúa aftur næsta haust og vetur. Lína Balmain var rokkuð, einföld og svarti liturinn í aðalhlutverki. Það verður gaman að sjá netasokkabuxur paraðar við pils og kjóla eftir langt hlé.