Stórhættulegt að leggja upp á gangstétt - "Við erum alltaf að lenda í þessu" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 21:55 Hér sést hvernig dóttir Bryndísar, kemst ekki framhjá bílnum nema með því að fara út á götu. Mynd/Snædís Hjartardóttir „Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira