Stórhættulegt að leggja upp á gangstétt - "Við erum alltaf að lenda í þessu" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 21:55 Hér sést hvernig dóttir Bryndísar, kemst ekki framhjá bílnum nema með því að fara út á götu. Mynd/Snædís Hjartardóttir „Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira