Enski boltinn

Arsenal lenti undir en vann stórsigur

Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn Arsenal fóru á kostum í 5-1 sigri liðsins á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Olivier Giroud skoraði tvö mörk fyrir þá rauðklæddu.

Jack Collison kom reyndar West Ham yfir á átjándu mínútu með góðu skoti eftir að Giroud hafði skallað boltann beint fyrir fætur hans.

Lukas Podolski jafnaði metin stuttu síðar með glæsilegu skoti og tók þá Arsenal öll völd á vellinum.

Giroud skoraði fyrra markið sitt snemma í síðari hálfleik og Arsenal skoraði svo þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla stuttu síðar. Fyrst Santi Cazorla, þá Theo Walcott áður en Giroud skoraði öðru sinni.

Meiðsli varamannsins Dan Potts hjá West Ham varpaði hins vegar skugga á leikinn en hann var borinn af velli seint í leiknum. Enn er óljóst hversu alvarleg meiðslin eru en leikurinn tafðist um tólf mínútur af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×