Einfaldleikinn ræður ríkjum í auglýsingaherferðum fyrir komandi vor – og sumarlínur. Óvenju margir hönnuðir notast við stílhreinar svarthvítar ljósmyndir þar sem fyrirsæturnar fá að njóta sín lítið farðaðar og með hárið slegið.
Orðatiltækið ,,less is more", eða minna er meira, sem oft er notað innan tískubransans, á greinilega vel við um sumartískuna þetta árið.