Innlent

25 milljónir í neyðaraðstoð til Sýrlands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tæplega 25 milljónum íslenskra króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi en blóðugt borgarastríð geisar nú í landinu sem talið er hafa kostað sextíu þúsund manns lífið. Þá er Ísland meðal 57 ríkja sem sameiginlega hafa ritað öryggisráði Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem formlega er hvatt til þess að ráðið vísi málefnum Sýrlands til Alþjóðasakamáladómstólsins á þeirri forsendu að kerfisbundin mannréttindabrot, sem framin hafi verið í landinu undanfarin tvö ár, kunni að reynast glæpir gegn mannkyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×