Enski boltinn

Navas á aðeins læknisskoðun eftir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sergio Ramos og Jesus Navas smella kossi á Evrópumeistaratitil Spánverja síðastliðið sumar.
Sergio Ramos og Jesus Navas smella kossi á Evrópumeistaratitil Spánverja síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty

Sevilla hefur tilkynnt að Jesus Navas sé á leiðinni burtu frá félaginu.

Kantmaðurinn uppaldi hefur verið orðaður við Manchester City á Englandi. Í tilkynningu á heimasíðu City kemur fram að spænska liðið samþykkt tilboð City.

Jafnframt kemur fram að Sevilla hafi orðið við ósk Navas um að fá að fara. Hann eigi nú aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×