Rafael Nadal vann í dag opna Madrid-mótið í tennis í þriðja sinn í dag eftir að hafa lagt Stanislas Wawrinka, 6-2 og 6-4 í úrslitum mótsins.
Viðureingin var aldrei spennandi og fór Nadal auðveldlega í gegnum Svisslendinginn í tveimur settum.
Nadal vann því sinn 55. titil í tennismótaröðinni og er óðum að finna sitt gamla form eftir að hafa glímt við meiðsli í hné.
Þetta er fimmti titill kappans eftir að hann kom til baka vegna meiðsla og útlitið að verða nokkuð gott fyrir Spánverjann.
Rafael Nadal að finna sitt gamla form
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

