Jón Ingi og Rannveig best í krullu á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 09:45 Ragnnveig og Jón Ingi með viðurkenningu sína norðan heiða. Mynd/Krullunefnd ÍSÍ Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum