Segir öryggi Eyjamanna stefnt í voða verði skurðstofu lokað Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. ágúst 2013 07:30 Elliði Vignisson Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira