Halda tónleika til heiðurs Hljómum í Hörpu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 5. október árið 1963 spiluðu Hljómar á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Nú, fimmtíu árum síðar, fara fram heiðurstónleikar hljómsveitarinnar í Hörpu. „Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira