Innlent

Bætist í eigendahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur

Daníel Isebarn Ágústsson
Daníel Isebarn Ágústsson Mynd/Aðsend
Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður hefur gengið í eigendahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur.

Daníel hefur undanfarin ár starfað hjá Landslögum. Hann útskrifaðist með cand.juris gráðu frá Háskóla Íslands með 1. einkunn árið 2006, fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi sama ár og málflutningsréttindi fyrir Hæstarétt árið 2012.

„Daníel mun bæta við þá sérhæfingu sem Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur skapað sér við hagsmunagæslu fyrirtækja," segir í fréttatilkynningu frá Málflutningsstofu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×