Enski boltinn

Wilshere: Ég get betur

Hinn ungi miðjumaður Arsenal, Jack Wilshere, var ein af stjörnum enska liðsins gegn Brasilíu í gær en Wilshere átti magnaðan leik.

"Mér finnst ég alltaf vera að komast í betra og betra form. Ég er sáttur við standið á mér eins og það er núna. Nú er að halda áfram að standa sig með Arsenal og vonast til þess að vera valinn aftur í enska liðið. Ég get gert betur," sagði Wilshere sem pakkaði brasilísku stjörnunum saman hvað eftir annað í leiknum.

Wilshere var á miðjunni með Gerrard og Cleverley og mynduðu þeir ágætis teymi.

"Stevie talar allan leikinn og er að skipa okkur fyrir hægri vinstri. Við vorum allir að ná vel saman."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×