Enski boltinn

Lampard nálgast 100 landsleiki

Lampard fagnar sigurmarki sínu í gær.
Lampard fagnar sigurmarki sínu í gær.
Miðjumaðurinn Frank Lampard hefur staðið sig frábærlega með Chelsea í vetur og skoraði svo sigurmark Englands gegn Brasilíu. Framtíð hans er enn óljós enda ætlar Chelsea ekki að framlengja við hann.

Hinn 34 ára gamli Lampard er búinn spila 94 landsleiki fyrir England og með tilkomu Jack Wilshere og Tom Cleverley á hann ekki lengur óruggt sæti í liðinu. Sérstaklega þar sem Steven Gerrard er líka að spila þar.

"Ég er ekkert að hugsa sérstaklega um að ná 100 landsleikjum. Ég er samt ekkert hættur í fótbolta og mun alltaf leggja mig allan fram fyrir England og félagslið mitt," sagði Lampard.

"Það er gaman að vera með landsliðinu en maður veit að þessum leikjum fer fækkandi. Ég er alltaf til í að hjálpa og þjálfarinn veit það."

Roy Hodgson landsliðsþjálfari vill nýta krafta Lampard áfram og vill að hann spili í Evrópu frekar en í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×