Enski boltinn

Birti mynd með poka fullum af peningum

Myndin umdeilda.
Myndin umdeilda.
Michael Chopra, leikmaður Ipswich, hefur lengi átt við spilafíkn að stríða. Það þótti því ekki sérstaklega gott útspil hjá honum að birta mynd af poka fullum af peningnum á Twitter í gær.

Í pokanum eru seðlabúnt með 20 punda seðlum. Chopra tísti með myndinni: "Endilega haldið áfram að segja að ég sé gjaldþrota. Elska það."

Skömmu síðar var Chopra búinn að loka Twitter-aðgangi sínum.

Talsmaður Ipswich segir að Chopra hafi ákveðið sjálfur að loka Twitternum sínum.

Chopra hefur áður greint frá því að hann hafi tapað um 2 milljónum punda í veðmál. Ipswich varð á endanum að lána honum 250 þúsund pund til þess að greiða veðmálaskuldirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×