Enski boltinn

Cole orðlaus yfir móttökunum sem hann fékk

vísir/getty
Ashley Cole náði tvöföldum áfanga í gær. Hann spilaði sinn 100. landsleik fyrir England og varð um leið fyrsti enski landsliðsmaðurinn sem nær 100 landsleikjum án þess að skora. Það sem meira er þá hefur Cole verið í byrjunarliðinu í öllum sínum landsleikjum.

Hann er engu að síður umdeildur leikmaður og á stundum baula stuðningsmenn enska liðsins á hann. Þeir hlýddu þó kalli fyrirliðans, Steven Gerrard, og sýndu Cole virðingu í gær.

"Það voru miklar tilfinningar í gær. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir því í rauninni átti ég ekki von á þessum móttökum. Ég varð eiginlega orðlaus," sagði Cole.

"Ég fékk fjölda sms-a frá gömlum liðsfélögum og það var notalegt að hafa alla fjölskylduna í stúkunni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×