Enski boltinn

Carragher hættir í lok tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, tilkynnti í dag að hann muni leggja skóna á hilluna þegar að tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur í vor.

Carragher hefur alla tíð spilað með Liverpool en hans fyrsti leikur í liðinu var gegn Middlesbrough í janúar árið 1997. Síðan þá hefur hann spilað meira en 700 leiki með aðalliði Liverpool og unnið fjölda titla.

Carragher er 35 ára gamall og segist vilja tilkynna þetta nú til að binda enda á vangaveltur um framtíð hans. „Ég vil ekki að stjórinn þurfi að svara spurningum um mína framtíð nú þegar ég hef ákveðið hvað ég vilji gera," sagði Carragher í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Liverpool.

„Ég mun halda áfram að leggja mig allan fram fyrir félagið eins og ég hef gert síðan ég kom fyrst til Liverpool níu ára gamall."

„Það eru forréttindi að hafa engið að spilað með félaginu í allan þennan tíma og ég er afar stoltur af því. Ég þakka allan þann stuðning sem ég hef fengið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×