Enski boltinn

Agger afþakkaði greiðslu frá Bröndby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hafnaði bótagreiðslu frá Bröndby í Danmörku, sínu gamla félagi.

Bröndby á í miklum fjárhagserfiðleikum og var félaginu skipað af yfirvöldum að greiða núverandi og fyrrverandi leikmönnum bótagreiðslu fyrir vangoldnar orlofs- og lífeyrisgreiðslur sem og önnur launatengd gjöld, allt aftur til ársins 2004.

„Ég ætla ekki að fara fram á neina fjárhæð frá félaginu," sagði Agger í viðtali sem birtist á heimasíðu Liverpool.

„Félagið á í vanda og þarf á hjálp að halda. Ég vil hjálpa og vona að það séu aðrir sem hafa áhuga á því líka."

„Bröndby er mikilvægt félag og ég vona að margir aðrir leikmenn fari ekki fram á greiðslu frá félaginu. Það mun ekki gagnast neinum ef félagið fellur úr dönsku úrvalsdeildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×