Innlent

Börðust við þakplötur og fjúkandi skilti

Hjálparsveit Kópavogs. Myndin er úr safni.
Hjálparsveit Kópavogs. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út á þriðja tímanum í nótt þegar tilkynning barst um að skilti á fyrirtæki í bænum væri að fjúka.

Sveitin fór á staðin og gekk frá málum þannig að ekki hlytist skaði af. Stuttu síðar barst beiðni um aðstoð þar sem þakplötur voru að losna af íbúðarhúsi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi var svo á ferðinni rétt eftir klukkan sex í morgun vegna lausra þakplatna á húsi við Fífulind. Ekki reyndist gerlegt að komast að til að festa þær auk þess sem veður var að ganga niður og ákvað því lögregla að húsráðandi myndi sjálfur leysa málið með hjálp iðnaðarmanna.

Um tveimur tímum síðar, eða rétt eftir klukkan átta losnuðu þakplötur af gamla Samkaupshúsinu í Grundarfirði og var Björgunarsveitin Klakkur kölluð út í það verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×