Bærinn verji íbúana fyrir fótboltabullum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2013 07:15 Fótboltaáhorfendur hirða ekki um ábendingar íbúa og leggja í innkeyrslu Tröllakórs 5-7 og loka fyrir aðkomu að bílageymslu fjölbýlishússins. Myndir/Íbúar Tröllakórs 5-7 „Dónaskapurinn sem við höfum lent í er alveg ótrúlegur,“ segir Brynjar Þór Sumarliðason, einn íbúa í Tröllakór 5-7, sem leita nú ásjár Kópavogsbæjar vegna mikils ágangs áhorfenda á fótboltavellinum við Kórinn. Brynjar segir svo hátta til í Tröllakór 5-7 að gott útsýni sé yfir fótboltavöll Kórsins þar sem innkeyrsla á lóðinni sveigi að bílskýli fjölbýlishússins. Áhorfendur sem nenni ekki að standa úti leggi margir bílum sínum hist og her og fylgist þaðan með leikjum. Sumir skilji bílana eftir og standi við völlinn. Iðulega sé lokað fyrir aðkomuna að bílageymslunni.Lögreglan mætt. Sumir bíladólganna fást ekki burt nema með liðsinni lögreglunnar.Íbúar Tröllakórs 5-7„Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er einkalóð og sumir sjá strax að sér en aðrir rífa bara kjaft,“ segir Brynjar um viðtökurnar sem íbúarnir fá þegar þeir reyna að stugga við áhorfendahópnum í bílunum. Iðulega sé lögregla kölluð til og þá hafi sig loks allir á brott. Brynjar segir að börn séu í slysahættu, gróður að skemmast, umferð um innkeyrsluna hindruð og að háreysti fylgi bílflautum. Íbúarnir hafi leitað til íþróttafélaganna, sem hafi tekið þeim af skilningi, en allt hafi komið fyrir ekki. „Þetta hefur magnast mikið og farið út fyrir öll mörk. Okkur finnst nóg komið,“ segir Brynjar.Útsýnið er gott yfir fótboltavöllinn í Kórnum af lóð Tröllakórs 5-7.Mynd/Íbúar Tröllakórs 5-7.Í bréfi til bæjaryfirvalda óska íbúarnir eftir því að bærinn gróðursetji grenitré við lóðarmörkin svo útsýnið yfir fótboltavöllinn hverfi – og vonandi þar með líka yfirgangur áhorfendanna í bílunum. Með bréfinu fylgja myndir af bílum áhorfendanna í innkeyrslunni, meðal annars af bíl eins þjálfara sem íbúarnir segja „þverskallast“ við að vera góð fyrirmynd. Þjálfarinn sagðist í samtali við Fréttablaðið ekkert vilja segja um málið. „Þegar við biðjum fólk sem situr í bílunum að færa bíla sína þá mætir okkur í langflestum tilfellum ekkert nema dónaskapur og fúkyrðaregn,“ segir í ákalli íbúanna sem orðið hefur til þess að fundi hefur verið komið á með fulltrúum þeirra og bæjarins. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
„Dónaskapurinn sem við höfum lent í er alveg ótrúlegur,“ segir Brynjar Þór Sumarliðason, einn íbúa í Tröllakór 5-7, sem leita nú ásjár Kópavogsbæjar vegna mikils ágangs áhorfenda á fótboltavellinum við Kórinn. Brynjar segir svo hátta til í Tröllakór 5-7 að gott útsýni sé yfir fótboltavöll Kórsins þar sem innkeyrsla á lóðinni sveigi að bílskýli fjölbýlishússins. Áhorfendur sem nenni ekki að standa úti leggi margir bílum sínum hist og her og fylgist þaðan með leikjum. Sumir skilji bílana eftir og standi við völlinn. Iðulega sé lokað fyrir aðkomuna að bílageymslunni.Lögreglan mætt. Sumir bíladólganna fást ekki burt nema með liðsinni lögreglunnar.Íbúar Tröllakórs 5-7„Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er einkalóð og sumir sjá strax að sér en aðrir rífa bara kjaft,“ segir Brynjar um viðtökurnar sem íbúarnir fá þegar þeir reyna að stugga við áhorfendahópnum í bílunum. Iðulega sé lögregla kölluð til og þá hafi sig loks allir á brott. Brynjar segir að börn séu í slysahættu, gróður að skemmast, umferð um innkeyrsluna hindruð og að háreysti fylgi bílflautum. Íbúarnir hafi leitað til íþróttafélaganna, sem hafi tekið þeim af skilningi, en allt hafi komið fyrir ekki. „Þetta hefur magnast mikið og farið út fyrir öll mörk. Okkur finnst nóg komið,“ segir Brynjar.Útsýnið er gott yfir fótboltavöllinn í Kórnum af lóð Tröllakórs 5-7.Mynd/Íbúar Tröllakórs 5-7.Í bréfi til bæjaryfirvalda óska íbúarnir eftir því að bærinn gróðursetji grenitré við lóðarmörkin svo útsýnið yfir fótboltavöllinn hverfi – og vonandi þar með líka yfirgangur áhorfendanna í bílunum. Með bréfinu fylgja myndir af bílum áhorfendanna í innkeyrslunni, meðal annars af bíl eins þjálfara sem íbúarnir segja „þverskallast“ við að vera góð fyrirmynd. Þjálfarinn sagðist í samtali við Fréttablaðið ekkert vilja segja um málið. „Þegar við biðjum fólk sem situr í bílunum að færa bíla sína þá mætir okkur í langflestum tilfellum ekkert nema dónaskapur og fúkyrðaregn,“ segir í ákalli íbúanna sem orðið hefur til þess að fundi hefur verið komið á með fulltrúum þeirra og bæjarins.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira