Getur ekki rekið brotajárnsvinnslu án rafmagns Stígur Helgason skrifar 27. júní 2013 07:30 Brotajárnsvinnslan Fura við Hringhellu í Hafnarfirði verður kannski rafmagnslaus á næstunni ef dómstólar ákveða að Orkustofnun skuli klippa á heimtaugina. Fréttablaðið/Arnþór „Mér finnst helvíti hart ef Alþingi getur sett lög og tekið eigur manna og menn eigi bara að brosa og smæla,“ segir Haraldur Þór Ólason, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem rekur þar brotajárnsvinnsluna Furu og hefur nú stefnt hinu opinbera vegna nýrra raforkulaga frá árinu 2004. Haraldur segir málið eiga rætur að rekja til loka níunda áratugar síðustu aldar, þegar hann keypti þrotabú Íslensku stálsmiðjunnar í Hafnarfirði. Í þeim kaupum hafi fylgt spennustöð og tuttugu megavatta heimtaug úr Hamranesi beint inn á dreifikerfið sem nú er í eigu Landsnets. Þá tengingu hefur Haraldur notað í brotajárnsvinnslu sína síðan. „Árið 2004 setti Alþingi svo ný raforkulög sem sögðu að það væri engum heimilt að vera tengdur beint inn á Landsnet nema hann væri stórnotandi,“ segir Haraldur. Það hafi hann ekki verið og því hafi Orkustofnun ætlað að rjúfa tenginguna. „Ég mótmælti, taldi að þetta væri eignaupptaka,“ segir hann. Síðan hafi hann staðið í stappi við yfirvöld, fyrst gegnum iðnaðarráðuneytið og nú fyrir dómstólum eftir að hann stefndi Orkustofnun, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Landsneti til ógildingar þeirri ákvörðun Orkustofnunar að klippa skyldi á taugina.Haraldur ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að missa tenginguna við dreifikerfi Landsnets.„Við viljum halda þessari tengingu þarna. Við erum með stóra lóð og þetta eykur verðmæti hennar, og ef það er ekki hægt þá viljum við að það komi einhverjar bætur til,“ segir Haraldur. „Alþingi getur sett lög en það getur ekki sett lög afturvirkt. Ég var búinn að eiga þessa heimtaug og nota hana í fjórtán ár þegar Alþingi setti lögin.“ Haraldur segir að ef honum yrði gert að tengja sig inn á dreifikerfi HS Orku þá mundi það kosta hann 30 til 40 milljónir. „Skilaboðin til mín eru að ég eigi bara að borga þetta sjálfur og sjá um þetta.“ Það geti hann hins vegar ekki sætt sig við. „Það er ansi hart að þurfa að standa í svona slag vegna þess að einhverjum embættismanninum dettur eitthvað í hug,“ segir Haraldur. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Mér finnst helvíti hart ef Alþingi getur sett lög og tekið eigur manna og menn eigi bara að brosa og smæla,“ segir Haraldur Þór Ólason, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem rekur þar brotajárnsvinnsluna Furu og hefur nú stefnt hinu opinbera vegna nýrra raforkulaga frá árinu 2004. Haraldur segir málið eiga rætur að rekja til loka níunda áratugar síðustu aldar, þegar hann keypti þrotabú Íslensku stálsmiðjunnar í Hafnarfirði. Í þeim kaupum hafi fylgt spennustöð og tuttugu megavatta heimtaug úr Hamranesi beint inn á dreifikerfið sem nú er í eigu Landsnets. Þá tengingu hefur Haraldur notað í brotajárnsvinnslu sína síðan. „Árið 2004 setti Alþingi svo ný raforkulög sem sögðu að það væri engum heimilt að vera tengdur beint inn á Landsnet nema hann væri stórnotandi,“ segir Haraldur. Það hafi hann ekki verið og því hafi Orkustofnun ætlað að rjúfa tenginguna. „Ég mótmælti, taldi að þetta væri eignaupptaka,“ segir hann. Síðan hafi hann staðið í stappi við yfirvöld, fyrst gegnum iðnaðarráðuneytið og nú fyrir dómstólum eftir að hann stefndi Orkustofnun, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Landsneti til ógildingar þeirri ákvörðun Orkustofnunar að klippa skyldi á taugina.Haraldur ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust að missa tenginguna við dreifikerfi Landsnets.„Við viljum halda þessari tengingu þarna. Við erum með stóra lóð og þetta eykur verðmæti hennar, og ef það er ekki hægt þá viljum við að það komi einhverjar bætur til,“ segir Haraldur. „Alþingi getur sett lög en það getur ekki sett lög afturvirkt. Ég var búinn að eiga þessa heimtaug og nota hana í fjórtán ár þegar Alþingi setti lögin.“ Haraldur segir að ef honum yrði gert að tengja sig inn á dreifikerfi HS Orku þá mundi það kosta hann 30 til 40 milljónir. „Skilaboðin til mín eru að ég eigi bara að borga þetta sjálfur og sjá um þetta.“ Það geti hann hins vegar ekki sætt sig við. „Það er ansi hart að þurfa að standa í svona slag vegna þess að einhverjum embættismanninum dettur eitthvað í hug,“ segir Haraldur. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira