Velferðarráðuneytið birtir ályktanir hagsmunasamtaka Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 00:01 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segir vont ef hverskyns hagsmunasamtök geta fengið ályktanir sínar birtar á vefsíðum ráðuneytanna. Velferðarráðuneytið sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla í gær þar sem vakin var athygli á ályktun frá hagsmunasamtökunum Landssambandi eldri borgara (LEB). Þá má einnig finna frétt á vef ráðuneytisins þar sem vakin er sérstök athygli á ályktuninni. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir ráðuneytið reglulega birta aðsent efni frá hagsmunasamtökum. „Það held ég að gerist alltaf reglulega." Aðspurð hvaða sjónarmið gilda um hvaða hagsmunasamtök geta fengið brautargengi á heimasíðu ráðuneytisins segir Margrét: „Ef að það kæmi hér ályktun frá einhverjum sem mæltu gegn þessu frumvarpi þá held ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að birta hana líka." Margrét vildi ekki tjá sig um hvort birtingin væri sama eðlis og ef LÍÚ fengi ályktanir sínar birtar á vef sjávarútvegsráðuneytisins. „Ég skal ekki segja um það," segir Margrét.Ekki stundað í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir hagsmunasamtök ekki fá birtingar á vefsíðu ráðuneytisins. „Við höfum ekki praktiserað þetta, þetta hefur aldrei verið rætt." Hann segir það vandrataðan veg hvað ráðuneytið sjálft geti birt með þessum hætti. „Ef maður byrjar á þessu, þá verður væntanlega að setja einhverjar reglur um þetta. Þá held ég að við gerðum ekkert annað á okkar heimasíðu en að birta ályktanir."Óheppilegt ef hvaða samtök sem er geta fengið birtingu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segist hafa vitað um að ályktunin yrði líkast til birt á vef ráðuneytisins. „Já við vorum búin að afhenda þeim ályktunina. Ráðherra var tilkynnt um að henni væri heimilt að nýta hana." Jóna segist ekki muna til þess að ályktanir félagsins hafi áður verið birtar á vef ráðuneytanna. Hún segir LEB þó alltaf hafa greiðan aðgang að ráðuneytinu „eftir því sem við höfum beðið um." Hún segir aðspurð óheppilegt ef hvaða hagsmunasamtök sem er geta fengið ályktanir sínar birtar á vef ráðuneytanna, en ráðuneytin hljóti að stjórna því hvaða samtök eigi innangengt. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Velferðarráðuneytið sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla í gær þar sem vakin var athygli á ályktun frá hagsmunasamtökunum Landssambandi eldri borgara (LEB). Þá má einnig finna frétt á vef ráðuneytisins þar sem vakin er sérstök athygli á ályktuninni. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir ráðuneytið reglulega birta aðsent efni frá hagsmunasamtökum. „Það held ég að gerist alltaf reglulega." Aðspurð hvaða sjónarmið gilda um hvaða hagsmunasamtök geta fengið brautargengi á heimasíðu ráðuneytisins segir Margrét: „Ef að það kæmi hér ályktun frá einhverjum sem mæltu gegn þessu frumvarpi þá held ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að birta hana líka." Margrét vildi ekki tjá sig um hvort birtingin væri sama eðlis og ef LÍÚ fengi ályktanir sínar birtar á vef sjávarútvegsráðuneytisins. „Ég skal ekki segja um það," segir Margrét.Ekki stundað í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir hagsmunasamtök ekki fá birtingar á vefsíðu ráðuneytisins. „Við höfum ekki praktiserað þetta, þetta hefur aldrei verið rætt." Hann segir það vandrataðan veg hvað ráðuneytið sjálft geti birt með þessum hætti. „Ef maður byrjar á þessu, þá verður væntanlega að setja einhverjar reglur um þetta. Þá held ég að við gerðum ekkert annað á okkar heimasíðu en að birta ályktanir."Óheppilegt ef hvaða samtök sem er geta fengið birtingu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segist hafa vitað um að ályktunin yrði líkast til birt á vef ráðuneytisins. „Já við vorum búin að afhenda þeim ályktunina. Ráðherra var tilkynnt um að henni væri heimilt að nýta hana." Jóna segist ekki muna til þess að ályktanir félagsins hafi áður verið birtar á vef ráðuneytanna. Hún segir LEB þó alltaf hafa greiðan aðgang að ráðuneytinu „eftir því sem við höfum beðið um." Hún segir aðspurð óheppilegt ef hvaða hagsmunasamtök sem er geta fengið ályktanir sínar birtar á vef ráðuneytanna, en ráðuneytin hljóti að stjórna því hvaða samtök eigi innangengt.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira