Velferðarráðuneytið birtir ályktanir hagsmunasamtaka Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 00:01 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segir vont ef hverskyns hagsmunasamtök geta fengið ályktanir sínar birtar á vefsíðum ráðuneytanna. Velferðarráðuneytið sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla í gær þar sem vakin var athygli á ályktun frá hagsmunasamtökunum Landssambandi eldri borgara (LEB). Þá má einnig finna frétt á vef ráðuneytisins þar sem vakin er sérstök athygli á ályktuninni. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir ráðuneytið reglulega birta aðsent efni frá hagsmunasamtökum. „Það held ég að gerist alltaf reglulega." Aðspurð hvaða sjónarmið gilda um hvaða hagsmunasamtök geta fengið brautargengi á heimasíðu ráðuneytisins segir Margrét: „Ef að það kæmi hér ályktun frá einhverjum sem mæltu gegn þessu frumvarpi þá held ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að birta hana líka." Margrét vildi ekki tjá sig um hvort birtingin væri sama eðlis og ef LÍÚ fengi ályktanir sínar birtar á vef sjávarútvegsráðuneytisins. „Ég skal ekki segja um það," segir Margrét.Ekki stundað í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir hagsmunasamtök ekki fá birtingar á vefsíðu ráðuneytisins. „Við höfum ekki praktiserað þetta, þetta hefur aldrei verið rætt." Hann segir það vandrataðan veg hvað ráðuneytið sjálft geti birt með þessum hætti. „Ef maður byrjar á þessu, þá verður væntanlega að setja einhverjar reglur um þetta. Þá held ég að við gerðum ekkert annað á okkar heimasíðu en að birta ályktanir."Óheppilegt ef hvaða samtök sem er geta fengið birtingu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segist hafa vitað um að ályktunin yrði líkast til birt á vef ráðuneytisins. „Já við vorum búin að afhenda þeim ályktunina. Ráðherra var tilkynnt um að henni væri heimilt að nýta hana." Jóna segist ekki muna til þess að ályktanir félagsins hafi áður verið birtar á vef ráðuneytanna. Hún segir LEB þó alltaf hafa greiðan aðgang að ráðuneytinu „eftir því sem við höfum beðið um." Hún segir aðspurð óheppilegt ef hvaða hagsmunasamtök sem er geta fengið ályktanir sínar birtar á vef ráðuneytanna, en ráðuneytin hljóti að stjórna því hvaða samtök eigi innangengt. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Velferðarráðuneytið sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla í gær þar sem vakin var athygli á ályktun frá hagsmunasamtökunum Landssambandi eldri borgara (LEB). Þá má einnig finna frétt á vef ráðuneytisins þar sem vakin er sérstök athygli á ályktuninni. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir ráðuneytið reglulega birta aðsent efni frá hagsmunasamtökum. „Það held ég að gerist alltaf reglulega." Aðspurð hvaða sjónarmið gilda um hvaða hagsmunasamtök geta fengið brautargengi á heimasíðu ráðuneytisins segir Margrét: „Ef að það kæmi hér ályktun frá einhverjum sem mæltu gegn þessu frumvarpi þá held ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að birta hana líka." Margrét vildi ekki tjá sig um hvort birtingin væri sama eðlis og ef LÍÚ fengi ályktanir sínar birtar á vef sjávarútvegsráðuneytisins. „Ég skal ekki segja um það," segir Margrét.Ekki stundað í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir hagsmunasamtök ekki fá birtingar á vefsíðu ráðuneytisins. „Við höfum ekki praktiserað þetta, þetta hefur aldrei verið rætt." Hann segir það vandrataðan veg hvað ráðuneytið sjálft geti birt með þessum hætti. „Ef maður byrjar á þessu, þá verður væntanlega að setja einhverjar reglur um þetta. Þá held ég að við gerðum ekkert annað á okkar heimasíðu en að birta ályktanir."Óheppilegt ef hvaða samtök sem er geta fengið birtingu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB segist hafa vitað um að ályktunin yrði líkast til birt á vef ráðuneytisins. „Já við vorum búin að afhenda þeim ályktunina. Ráðherra var tilkynnt um að henni væri heimilt að nýta hana." Jóna segist ekki muna til þess að ályktanir félagsins hafi áður verið birtar á vef ráðuneytanna. Hún segir LEB þó alltaf hafa greiðan aðgang að ráðuneytinu „eftir því sem við höfum beðið um." Hún segir aðspurð óheppilegt ef hvaða hagsmunasamtök sem er geta fengið ályktanir sínar birtar á vef ráðuneytanna, en ráðuneytin hljóti að stjórna því hvaða samtök eigi innangengt.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira