"Njósnir NSA ganga lengra en STASI" Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 12:21 Birgitta telur einsýnt að njósnir bandarískra- og breskra stjórnvalda nái til íslenskra ríkisborgara. Anton Njósnir breskra- og bandarískra stjórnvalda voru til umræðu á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi á sérstakri umræðu um eftirlit bandarískra stjórnvalda með íslenskum borgurum. „Í okkar nútímasamfélagi þykir það sjálfsagt mál að stundaðar séu víðtækar njósnir á almennum borgurum og fulltruum þjóðarinnar," segir Birgitta. Birgitta líkir njósnum NSA við eftirlit STASI í Austur-Þýskalandi á sínum tíma en telur þær þó víðtækari. „Ólíkt STASI sem á sínum tíma var víðtækasta eftirlitskerfi sem framfylgt hefur verið í raunheimum þar sem njósnað var um alla borgara Austur-Þýskalands þá ganga njosnir NSA enn lengra, enda hafa þeirra njósnir á almenningi engin landamæri og ná yfir alla sem nota stafræna miðla á einn eða annan máta." Birgitta beindi síðan máli sínu að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra: „Í því ljósi langar mig að spyrja hæstvirtan innanríkisráðherra hver hennar afstaða sé gagnvart þeim möguleika að um íslenska borgara hafi verið njósnað. Hefur ráðherran sent bandarískum og breskum yfirvöldum fyrirspurn um hvort fylgst hefur verið með íslendingum á sama hátt og fylgst hefur verið með öðrum borgurum í Evrópu?" Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, tók þá til máls en hún sagði ekkert staðfest í þessum efnum. „Undanfarið hafa ýmsir hér heima og erlendis fjallað um upplýsingar frá hinum bandaríska Edward SNowden sem benda til þess að bandarískar og breskar öryggisstofananir hafi fylgst með og vistað upplýsingar um stofnanir og einstaklinga um allan heim umfram það sem geti talist eðilegar ráðstafanir um varnir gegn hryðjuverkum," segir Hanna Birna. Hún svaraði síðan spurningu Birgittu. „Hvað varðar spurningar málshefjenda þá er rétt að það komi fram að að sjálfsögðu fylgjast í slensk stjórnvö,ld með þessari umræðu og munu gera svo áfram. Það eru íslenskir hagsmunir að netnotendur geti treysti því að meginreglur íslenskra laga um frelsi, mannréttindi og psersónuvernd sé fylgt og verði til rökstuddur grunur um að svo sé ekki verður að sjálfsöðu leitað skýringa á því." Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Njósnir breskra- og bandarískra stjórnvalda voru til umræðu á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi á sérstakri umræðu um eftirlit bandarískra stjórnvalda með íslenskum borgurum. „Í okkar nútímasamfélagi þykir það sjálfsagt mál að stundaðar séu víðtækar njósnir á almennum borgurum og fulltruum þjóðarinnar," segir Birgitta. Birgitta líkir njósnum NSA við eftirlit STASI í Austur-Þýskalandi á sínum tíma en telur þær þó víðtækari. „Ólíkt STASI sem á sínum tíma var víðtækasta eftirlitskerfi sem framfylgt hefur verið í raunheimum þar sem njósnað var um alla borgara Austur-Þýskalands þá ganga njosnir NSA enn lengra, enda hafa þeirra njósnir á almenningi engin landamæri og ná yfir alla sem nota stafræna miðla á einn eða annan máta." Birgitta beindi síðan máli sínu að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra: „Í því ljósi langar mig að spyrja hæstvirtan innanríkisráðherra hver hennar afstaða sé gagnvart þeim möguleika að um íslenska borgara hafi verið njósnað. Hefur ráðherran sent bandarískum og breskum yfirvöldum fyrirspurn um hvort fylgst hefur verið með íslendingum á sama hátt og fylgst hefur verið með öðrum borgurum í Evrópu?" Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, tók þá til máls en hún sagði ekkert staðfest í þessum efnum. „Undanfarið hafa ýmsir hér heima og erlendis fjallað um upplýsingar frá hinum bandaríska Edward SNowden sem benda til þess að bandarískar og breskar öryggisstofananir hafi fylgst með og vistað upplýsingar um stofnanir og einstaklinga um allan heim umfram það sem geti talist eðilegar ráðstafanir um varnir gegn hryðjuverkum," segir Hanna Birna. Hún svaraði síðan spurningu Birgittu. „Hvað varðar spurningar málshefjenda þá er rétt að það komi fram að að sjálfsögðu fylgjast í slensk stjórnvö,ld með þessari umræðu og munu gera svo áfram. Það eru íslenskir hagsmunir að netnotendur geti treysti því að meginreglur íslenskra laga um frelsi, mannréttindi og psersónuvernd sé fylgt og verði til rökstuddur grunur um að svo sé ekki verður að sjálfsöðu leitað skýringa á því."
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira