Slæmt sjólag og mikið brot er nú við Landeyjahöfn. Því fellur næsta ferð Herjólfs fellur niður í dag frá Vestmannaeyjum kl 14:30 og frá Landeyjahöfn kl 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Herjólfs.
Shellmótinu var hrint úr vör í dag en samkvæmt upplýsingum frá Sigmari Jónssyni, hafnarverðinum í Landeyjahöfn „er enginn hávaði í höfninni núna," því ungir keppendurnir á mótinu eru komnir til Eyja. Í ljósi þessa þarf líkast til ekki að fresta neinum leikjum vegna veðursins, þó að það sé kannski ekki ákjósanlegt til knattspyrnuiðkunar.
Herjólfur siglir ekki - peyjarnir komust á Shellmótið
Jóhannes Stefánsson skrifar
