Lögreglumenn landsins allt of fáir Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júní 2013 18:58 Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira