Innlent

Ísland er friðsælasta land í heimi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index í annað sinn.
Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index í annað sinn. MYND/VILHELM

Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Þetta er í sjöunda sinn sem skýrslan er gefin út og í annað sinn sem Ísland trónir á toppnum. Skýrslan var síðast gefin út árið 2008 en þá var Ísland einnig friðsælast af þeim 162 löndum sem mæld voru.

Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu engin stríðsátök, glæpatíðni sé mjög lág og fangar séu fáir miðað við höfðatölu.

Norðurlöndin koma mjög vel út á listanum. Frændur okkar Danir eru næst friðsælastir og Nýja Sjáland fylgir svo fast á eftir. Súdan, Sómalía og Afghanistan verma botnsæti listans.

Fram kemur að efstu tíu löndin á listanum séu tiltölulega lítil lýðræðisríki. Friðsælasta svæði heimsins er Evrópa en það ófriðsælasta Suður Asía. Friðsælt efur aukist í Chad, Georgíu og á Haíti. Aftur á móti jukust átök í Sýrlandi, Líbíu og Rúanda.

Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×