Óttarr Proppé: Ekkert stressaður fyrir jómfrúarræðunni Kristján Hjálmarsson skrifar 11. júní 2013 14:15 "Ég var ekkert stressaður fram úr hófi en það var dálítið sérstakt að koma inn í þingsalinn í fyrsta skipti. Þetta er salur sem ég hef horft á utan frá - í gegnum sjónvarp - alla ævi þannig að það var vissulega sérstök upplifun að koma inn í hann og fara í ræðustólinn," segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem flutti fyrstu þingræðu sína í gær. Óhætt er að segja að Óttarr hafi slegið í gegn í gær og þykir mörgum sem hann hafi borið af öðrum ræðumönnum.Býr að reynslu úr rokkinu Óttarr, sem hefur meðal annars sungið með rokksveitunum Ham og Dr. Spock, segir að reynslan úr rokkinu hafi vissulega komið að góðum notum. Hann segir það ekki hafa verið erfitt að tileinka sér formlegheitin sem viðhöfð eru á þingi enda hafi hann lært ýmislegt í borgarstjórn sem hann sat í, í ein þrjú ár. "Það var kannski dálítið meiri aðlögun að koma inn í borgarstjórn. En þetta er bara eins og hver önnur vinna eða hvað annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Þú lærir að stilla þig af miðað við umhverfið. Það gerir maður í öllu; þú talar hærra aðeins hærra við ömmu en bestu vinina af því að hún heyrir illa og maður hagar kannski orðavalinu líka öðruvísi. Það er líka misjafnt eftir stemningunni í salnum hvernig maður ávarpar rokktónleika. Stundum er ekki hægt að segja neitt annað en: "Er ekki allir í stuði?"" Óttarr situr í utanríkismálanefnd og er 6. varaforseti þingsins. Hann segir utanríkismál hafa verið honum hugleikinn í lengri tíma. "Ég hef verið svo heppinn að vera svolítið í utanríkismálum í gegnum borgarstjórn. Í gegnum stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hef ég tekið þátt í alþjóðastarfi og komið aðeins inn í Evróupsamstarf á sveitastjórnarstiginu. Mér finnst þetta mjög áhugaverður vettvangur, sem skiptir sérstakalega miklu máli fyrir litla þjóð. Grundvöllurinn að hagsæld okkar eru tengslin við aðrar þjóðir," segir Óttarr.Mannréttindi skipta máli Borgarstjórn, með Jón Gnarr í fararbroddi, hefur beitt sér töluvert í mannréttindamálum. Óttarr býst við að halda þeirri stefnu áfram á þingi. "Ég held að mannréttindi skipti mjög miklu máli," segir Óttarr. "Þetta er dálítið spurning hvernig maður stillir sig af í hugsunarhætti. Við Íslendingar höfum verið frekar framarlega í mannréttindamálum - mörgum hverjum - en við megum alltaf gera betur." Í ræðu sinni í gær sagði Óttarr meðal annars sögu af heimilislausum manni sem hann hitti í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna fyrir skömmu. Óttarr gaf honum smápening og kvaddi maðurinn þá með orðunum: "Það er íkorni sem dansar á trjátoppunum en ekki bjarndýrið." Það hafi oft betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika en að ryðjast áfram með látum. Þá leyfði hann sér þann galgopaskap, eins og hann orðaði það, að vera bjartsýnn á störf þingsins. En er það vinnandi vegur? "Þingið er metið af sínum störfum og hvernig þingmenn hegða sér. Auðvitað er þetta vinnandi vegur. Það að orða það sem svo að það væri galgopalegt var nú kannski bara út af umræðunni í samfélaginu - þar sem hefur ríkt frekar neikvæð stemning gagnvart þingi og stjórnmálum yfir höfuð," segir Óttarr. "Það er ekkert í spilunum sem segir að þetta sé ekki hægt." Í meðfylgjandi myndbandi má sjá ræðu Óttarrs Proppé. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
"Ég var ekkert stressaður fram úr hófi en það var dálítið sérstakt að koma inn í þingsalinn í fyrsta skipti. Þetta er salur sem ég hef horft á utan frá - í gegnum sjónvarp - alla ævi þannig að það var vissulega sérstök upplifun að koma inn í hann og fara í ræðustólinn," segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem flutti fyrstu þingræðu sína í gær. Óhætt er að segja að Óttarr hafi slegið í gegn í gær og þykir mörgum sem hann hafi borið af öðrum ræðumönnum.Býr að reynslu úr rokkinu Óttarr, sem hefur meðal annars sungið með rokksveitunum Ham og Dr. Spock, segir að reynslan úr rokkinu hafi vissulega komið að góðum notum. Hann segir það ekki hafa verið erfitt að tileinka sér formlegheitin sem viðhöfð eru á þingi enda hafi hann lært ýmislegt í borgarstjórn sem hann sat í, í ein þrjú ár. "Það var kannski dálítið meiri aðlögun að koma inn í borgarstjórn. En þetta er bara eins og hver önnur vinna eða hvað annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Þú lærir að stilla þig af miðað við umhverfið. Það gerir maður í öllu; þú talar hærra aðeins hærra við ömmu en bestu vinina af því að hún heyrir illa og maður hagar kannski orðavalinu líka öðruvísi. Það er líka misjafnt eftir stemningunni í salnum hvernig maður ávarpar rokktónleika. Stundum er ekki hægt að segja neitt annað en: "Er ekki allir í stuði?"" Óttarr situr í utanríkismálanefnd og er 6. varaforseti þingsins. Hann segir utanríkismál hafa verið honum hugleikinn í lengri tíma. "Ég hef verið svo heppinn að vera svolítið í utanríkismálum í gegnum borgarstjórn. Í gegnum stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hef ég tekið þátt í alþjóðastarfi og komið aðeins inn í Evróupsamstarf á sveitastjórnarstiginu. Mér finnst þetta mjög áhugaverður vettvangur, sem skiptir sérstakalega miklu máli fyrir litla þjóð. Grundvöllurinn að hagsæld okkar eru tengslin við aðrar þjóðir," segir Óttarr.Mannréttindi skipta máli Borgarstjórn, með Jón Gnarr í fararbroddi, hefur beitt sér töluvert í mannréttindamálum. Óttarr býst við að halda þeirri stefnu áfram á þingi. "Ég held að mannréttindi skipti mjög miklu máli," segir Óttarr. "Þetta er dálítið spurning hvernig maður stillir sig af í hugsunarhætti. Við Íslendingar höfum verið frekar framarlega í mannréttindamálum - mörgum hverjum - en við megum alltaf gera betur." Í ræðu sinni í gær sagði Óttarr meðal annars sögu af heimilislausum manni sem hann hitti í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna fyrir skömmu. Óttarr gaf honum smápening og kvaddi maðurinn þá með orðunum: "Það er íkorni sem dansar á trjátoppunum en ekki bjarndýrið." Það hafi oft betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika en að ryðjast áfram með látum. Þá leyfði hann sér þann galgopaskap, eins og hann orðaði það, að vera bjartsýnn á störf þingsins. En er það vinnandi vegur? "Þingið er metið af sínum störfum og hvernig þingmenn hegða sér. Auðvitað er þetta vinnandi vegur. Það að orða það sem svo að það væri galgopalegt var nú kannski bara út af umræðunni í samfélaginu - þar sem hefur ríkt frekar neikvæð stemning gagnvart þingi og stjórnmálum yfir höfuð," segir Óttarr. "Það er ekkert í spilunum sem segir að þetta sé ekki hægt." Í meðfylgjandi myndbandi má sjá ræðu Óttarrs Proppé.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent