Óvænt fjölgun í rjúpnastofninum Nanna Elísa skrifar 11. júní 2013 15:13 Rjúpunni hefur fjölgað um 47 prósent á milli ára samkvæmt tölum úr rjúpnatalningu. Rjúpnastofninn stækkar ef marka má tölur rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samkvæmt þeim var meðalfjölgun rjúpna 47 prósent á milli áranna 2012 og 2013. Koma þessar niðurstöður á óvart því að þetta þýðir að fækkunarskeiði, sem hófst á vestanverðu landinu árið 2009, sé lokið. Fækkunarskeiðið stóð því aðeins yfir í tæp þrjú ár en fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 7 ár. Rjúpum fjölgaði um allt land og var aðeins fækkun í stofninum á 4 af 42 svæðum sem talin voru. Ástæður þess að stofninn er í vexti liggja ekki ljósar fyrir. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að það sé best að tjá sig sem minnst um ástæður fjölgunar þegar ekki liggja öll gögn fyrir. ,,Það er auðvitað alltaf mjög ánægjulegt ef rjúpum er að fjölga og þetta er mjög óvænt,“ segir hann aðspurður um skoðun sína á málinu. ,,Við ætlum að spá í ástæður fjölgunar í haust þegar við erum komin með útreikninga á afföllum og mat á veiði 2012. Við viljum hafa þetta eins rétt og hægt er og vangaveltur um hvað valdi verða að bíða.“ Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum en síðustu áratugi hefur frekar orðið vart við fækkun í stofninum. Því lagði Náttúrustofnun til þess að lagt yrði á veiðibann árið 2003 og brást þáverandi umhverfisráðherra við því og sett var á veiðibann árið 2006. Þetta þekkja rjúpnaveiðimenn sem hafa, eftir að banninu var aflétt, aðeins getað veitt í takmarkaðan tíma á ári. Á síðasta ári var veiðitíminn aðeins 9 dagar. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins verður ljóst í ágúst þegar varpárangur rjúpnastofnsins í sumar liggur fyrir. Skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Rjúpnastofninn stækkar ef marka má tölur rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samkvæmt þeim var meðalfjölgun rjúpna 47 prósent á milli áranna 2012 og 2013. Koma þessar niðurstöður á óvart því að þetta þýðir að fækkunarskeiði, sem hófst á vestanverðu landinu árið 2009, sé lokið. Fækkunarskeiðið stóð því aðeins yfir í tæp þrjú ár en fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 7 ár. Rjúpum fjölgaði um allt land og var aðeins fækkun í stofninum á 4 af 42 svæðum sem talin voru. Ástæður þess að stofninn er í vexti liggja ekki ljósar fyrir. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að það sé best að tjá sig sem minnst um ástæður fjölgunar þegar ekki liggja öll gögn fyrir. ,,Það er auðvitað alltaf mjög ánægjulegt ef rjúpum er að fjölga og þetta er mjög óvænt,“ segir hann aðspurður um skoðun sína á málinu. ,,Við ætlum að spá í ástæður fjölgunar í haust þegar við erum komin með útreikninga á afföllum og mat á veiði 2012. Við viljum hafa þetta eins rétt og hægt er og vangaveltur um hvað valdi verða að bíða.“ Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum en síðustu áratugi hefur frekar orðið vart við fækkun í stofninum. Því lagði Náttúrustofnun til þess að lagt yrði á veiðibann árið 2003 og brást þáverandi umhverfisráðherra við því og sett var á veiðibann árið 2006. Þetta þekkja rjúpnaveiðimenn sem hafa, eftir að banninu var aflétt, aðeins getað veitt í takmarkaðan tíma á ári. Á síðasta ári var veiðitíminn aðeins 9 dagar. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins verður ljóst í ágúst þegar varpárangur rjúpnastofnsins í sumar liggur fyrir. Skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira