Innlent

Leita minkaskyttu sem féll í Hjaltadalsá

Maðurinn féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í dag og hefur ekki sést síðan.
Maðurinn féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í dag og hefur ekki sést síðan. Mynd/Af vef SVFR

Á fimmta tug björgunarsveitamanna frá Blönduósi að Siglufirði hafa verið kallaðir út til leitar að minkaveiðimanni er féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal um hálf tvö leytið í dag. Hann hvarf sjónum veiðifélaga síns og hefur ekki sést til hans síðan.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um þrjú leytið þar sem ferðafélaginn var ekki með síma og ók til Sauðárkróks til að gera viðvart um slysið.

Nú þegar eru á fimmta tug björgunarsveitamanna við leit og fleiri eru á leiðinni. Verður leitað með bátum og gönguhópum björgunarsveita.  Hjaltadalsá er í miklum vexti og mórauð þessa dagana og því ljóst að aðstæður til leitar eru erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×