"Börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júní 2013 18:30 Nauðsynlegt er að stemma stigum við meðvirkni gagnvart ölvunardrykkju framhaldsskólanema, sem eykst gríðarlega milli skólastiga. Skólameistarar landsins hafa sameinast um nýja stefnumörkun í þessum efnum á meðan forvarnarfulltrúi kallar eftir því að lögregla framfylgi landslögum á menntaskólaböllum. Síðastliðin 15 ár hefur vímuefnaneysla ungmenna í 10. bekk minnkað jafnt og þétt. Hún er nú með því lægsta sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi. Þróun vímuefnaneyslu meðal 10. bekkinga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Tíundu bekkingar landsins hafa nú lokið grunnskólagöngu sinni, arka vongóð út í sumarið og bíða krefjandi verkefna í framhaldsskóla. En á þessum örfáu mánuðum á sér stað verulega hugarfarsbreyting, einkar og sér í lagi þegar horft er til ölvunar. Aukning neyslu milli skólastiga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Ný skýrsla Rannsókna og greininga sýnir heldur óverulegar breytingar á reykingum, hass-notkun og kannabisreykingum milli skólastiga. Hið sama er ekki hægt að segja um ölvunardrykkju. Við gerð rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum höfðu 5 prósent tíundu bekkinga drukkið áfengi á síðustu 30 dögum, samanborið við 35 prósent nýnema í framhaldsskólum. Meðvirkni með ölvunardrykkju unglinga á fyrstu misserum framhaldsskólans hefur grasserað um árabil. Þetta má bæði rekja til tíðarandans sem og þeirri staðreynd að ákveðið rof verður í forvarnarstarfi þegar börn hefja nám í framhaldsskóla. „Það er miklar líkur á því að unglingar byrji í neyslu þegar þau ganga í gegnum breytingatímabil,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. „Sumarið eftir 10. bekk er eitt slíkt tímabil.“ „Það er til dæmis einkennilegt að það er mikil rekistefna með tíunda bekking sem tekin er ölvaður á árshátíð að vori. Þegar sami nemandi kemur ölvaður á busaball í Framhaldsskóla að hausti er það ekki jafn mikið mál og öðruvísi tekið á því.“ Hrafnkell Tumi bendir á að gott forvarnarstarf hafi sannarlega verið unnið í framhaldsskólum. En nýnemar á skemmtunum eru engu að síður oft staðnir að drykkju, þvert á landslög. Hann ítrekar að vald framhaldsskólanna sé takmarkað og því ríði á að lögreglan beiti sér frekar í málinu. „Jafnframt vil ég benda á mikilvægi þess að menntamálaráðuneytið fylgi þessum lögum. Mér finnst að ráðuneytið eigi að koma þeim skilaboðum skýrt til skólanna að það beri að fylgja landslögum í þessum efnum. Þeir loka augunum fyrir þessu,“ segir Hrafnkell Tumi. Síðastliðna mánuði hafa skólameistarar vítt og breitt um landið fundað um unglingadrykkju. Niðurstaðan er ný stefnumörkun í forvarnarmálum, þar sem áhersla er lögð á viðkvæmt samspil aðhalds og lýðræðislegrar umræðu meðal nemenda. „Það er alveg ljóst að börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla. „Viðhorfið hefur verið þannig að þau geti gert það sem þau vilja þegar komið er í framhaldsskóla.“ „Mikilvægast af öllu er að þau séu klár í samskiptum. Að þau læri að bera virðingu fyrir lífinu, náttúrunni og öðru fólki. Þau kunna það nú þegar og við finnum það, en það er okkar hlutverk að styrkja þau enn frekar í þessu.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Nauðsynlegt er að stemma stigum við meðvirkni gagnvart ölvunardrykkju framhaldsskólanema, sem eykst gríðarlega milli skólastiga. Skólameistarar landsins hafa sameinast um nýja stefnumörkun í þessum efnum á meðan forvarnarfulltrúi kallar eftir því að lögregla framfylgi landslögum á menntaskólaböllum. Síðastliðin 15 ár hefur vímuefnaneysla ungmenna í 10. bekk minnkað jafnt og þétt. Hún er nú með því lægsta sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi. Þróun vímuefnaneyslu meðal 10. bekkinga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Tíundu bekkingar landsins hafa nú lokið grunnskólagöngu sinni, arka vongóð út í sumarið og bíða krefjandi verkefna í framhaldsskóla. En á þessum örfáu mánuðum á sér stað verulega hugarfarsbreyting, einkar og sér í lagi þegar horft er til ölvunar. Aukning neyslu milli skólastiga.MYND/HEIMILD/RANNSÓKN OG GREINING Ný skýrsla Rannsókna og greininga sýnir heldur óverulegar breytingar á reykingum, hass-notkun og kannabisreykingum milli skólastiga. Hið sama er ekki hægt að segja um ölvunardrykkju. Við gerð rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum höfðu 5 prósent tíundu bekkinga drukkið áfengi á síðustu 30 dögum, samanborið við 35 prósent nýnema í framhaldsskólum. Meðvirkni með ölvunardrykkju unglinga á fyrstu misserum framhaldsskólans hefur grasserað um árabil. Þetta má bæði rekja til tíðarandans sem og þeirri staðreynd að ákveðið rof verður í forvarnarstarfi þegar börn hefja nám í framhaldsskóla. „Það er miklar líkur á því að unglingar byrji í neyslu þegar þau ganga í gegnum breytingatímabil,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. „Sumarið eftir 10. bekk er eitt slíkt tímabil.“ „Það er til dæmis einkennilegt að það er mikil rekistefna með tíunda bekking sem tekin er ölvaður á árshátíð að vori. Þegar sami nemandi kemur ölvaður á busaball í Framhaldsskóla að hausti er það ekki jafn mikið mál og öðruvísi tekið á því.“ Hrafnkell Tumi bendir á að gott forvarnarstarf hafi sannarlega verið unnið í framhaldsskólum. En nýnemar á skemmtunum eru engu að síður oft staðnir að drykkju, þvert á landslög. Hann ítrekar að vald framhaldsskólanna sé takmarkað og því ríði á að lögreglan beiti sér frekar í málinu. „Jafnframt vil ég benda á mikilvægi þess að menntamálaráðuneytið fylgi þessum lögum. Mér finnst að ráðuneytið eigi að koma þeim skilaboðum skýrt til skólanna að það beri að fylgja landslögum í þessum efnum. Þeir loka augunum fyrir þessu,“ segir Hrafnkell Tumi. Síðastliðna mánuði hafa skólameistarar vítt og breitt um landið fundað um unglingadrykkju. Niðurstaðan er ný stefnumörkun í forvarnarmálum, þar sem áhersla er lögð á viðkvæmt samspil aðhalds og lýðræðislegrar umræðu meðal nemenda. „Það er alveg ljóst að börn verða ekki fullorðin á þremur mánuðum,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskóla. „Viðhorfið hefur verið þannig að þau geti gert það sem þau vilja þegar komið er í framhaldsskóla.“ „Mikilvægast af öllu er að þau séu klár í samskiptum. Að þau læri að bera virðingu fyrir lífinu, náttúrunni og öðru fólki. Þau kunna það nú þegar og við finnum það, en það er okkar hlutverk að styrkja þau enn frekar í þessu.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira