Enski boltinn

Mourinho: Sáum hvað Torres getur gert

Torres skorar hið skrautlega sigurmark í dag.
Torres skorar hið skrautlega sigurmark í dag.
"Að skora sigurmark á lokamínútunni gegn sterku liði er virkilega sætt," sagði Fernando Torres en hann tryggði Chelsea ævintýralegan sigur á Man. City í kvöld.

Hann fékk mikið hrós frá stjóra sínum, Jose Mourinho. Eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri fór Torres í gang.

"Það fór allt í gang hjá Torres eftir að hann klúðraði færinu. Þá sáum við hvað Fernando getur í raun og veru. Hann vann ótrúlega vel fyrir liðið og sigurmarkið var mark hjá leikmanni sem tapar aldrei trúnni."

Mourinho fagnaði sigurmarkinu á eftirminnilegan hátt en hann hljóp upp í stúku til að fagna.

"Heppnin var með okkur en hana þarf til þess að vinna svona leiki. Við vorum kannski að vinna besta liðið í deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×