Enski boltinn

Pellegrini: Þetta var sárt

Pellegrini á hliðarlínunni í dag.
Pellegrini á hliðarlínunni í dag.
Það var þungt yfir stjóra Man. City, Manuel Pellegrini, eftir tapið gegn Chelsea. Hann neitaði meðal annars að taka í hönd kollega síns, Jose Mourinho.

Pellegrini neitaði að kenna Joe Hart eða Matija Nastasic um sigurmarkið en misskilningur milli þeirra varð til þess að Torres skoraði sigurmarkið.

"Þetta er eitt sársaukafyllsta tap sem ég hef lent í. Sérstaklega þar sem mér fannst við spila vel," sagði Pellegrini en hvað með sigurmarkið?

"Ég held að þetta sé ekki réttur tími til þess að segja hvor þeirra hafi átt að taka boltann. Þeir skoruðu og við verðum að greina þetta síðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×