Kennarar fara fram á miklar hækkanir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júlí 2013 06:15 Oft hefur meðferðin á nýnemum í framhaldsskólunum verið talin ámælisverð en nú segjast kennararnir vera orðnir langþreyttir á meðferðinni sem þeir hafa fengið síðustu árin. fréttablaðið/vilhelm Framhaldsskólakennarar munu krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn þegar samningar þeirra verða lausir um næstu áramót. Munurinn á heildarlaunum þessara hópa er nú um átta prósent. Mikil ólga er meðal framhaldsskólakennara vegna launaskerðingar sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, hafa heildarlaun þeirra rýrnað um 18 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu sex árum. Deildu þeir botnsætinu hvað það varðar með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, áður en það fékk sína launaleiðréttingu fyrir skemmstu. Til samanburðar var þessi rýrnun 13 prósent hjá Bandalagi háskólamanna.Aðalheiður SteingrímsdóttirÚr einu prósenti í átta „Við erum með lausa samninga í byrjun næsta árs,“ segir Aðalheiður. „Þá munum við leggja fram þær kröfur að okkar laun verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.“ Hún segir að launamunurinn á Félagi framhaldsskólakennara og Bandalagi háskólamanna hafi breikkað töluvert frá hruni. Árið 2007 var aðeins eins prósents munur á heildarlaunum þessara hópa en á síðasta ári var hann rúm átta prósent, BHM í vil. Munurinn á dagvinnulaunum er hins vegar tæp 16 prósent. Einnig segir Aðalheiður að niðurskurður hafi reynst framhaldsskólum þungbær. „Satt að segja byrjaði niðurskurðurinn fyrir um það bil níu árum,“ segir hún. „Þannig að þegar það þurfti svo að fara í stórtækan niðurskurð eftir efnahagshrunið þá fórum við úr öskunni í eldinn.“ Hún bendir á að árið 2003 hafi verið byrjað að miða við svokallaða launastiku við útreikning á launakostnaði í framhaldsskólum landsins. Átti hún að sýna rauntölur um mánaðarlaun kennara en nýleg úttekt sýnir að launastikan hefur allt frá árinu 2004 verið langt undir raunverulegum dagvinnulaunum. Sá munur hefur farið stigvaxandi og var hann rúm 24 prósent á síðasta ári, sem þýðir að upphæðin sem fengin er til að standa undir launakostnaði er 24 prósentum lægri en raunveruleg laun kennaranna. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þessi niðurskurður birtist meðal annars í sístækkandi námshópum, minna námsframboði og skerðingu á þjónustu við nemendur. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Framhaldsskólakennarar munu krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn þegar samningar þeirra verða lausir um næstu áramót. Munurinn á heildarlaunum þessara hópa er nú um átta prósent. Mikil ólga er meðal framhaldsskólakennara vegna launaskerðingar sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, hafa heildarlaun þeirra rýrnað um 18 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu sex árum. Deildu þeir botnsætinu hvað það varðar með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, áður en það fékk sína launaleiðréttingu fyrir skemmstu. Til samanburðar var þessi rýrnun 13 prósent hjá Bandalagi háskólamanna.Aðalheiður SteingrímsdóttirÚr einu prósenti í átta „Við erum með lausa samninga í byrjun næsta árs,“ segir Aðalheiður. „Þá munum við leggja fram þær kröfur að okkar laun verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.“ Hún segir að launamunurinn á Félagi framhaldsskólakennara og Bandalagi háskólamanna hafi breikkað töluvert frá hruni. Árið 2007 var aðeins eins prósents munur á heildarlaunum þessara hópa en á síðasta ári var hann rúm átta prósent, BHM í vil. Munurinn á dagvinnulaunum er hins vegar tæp 16 prósent. Einnig segir Aðalheiður að niðurskurður hafi reynst framhaldsskólum þungbær. „Satt að segja byrjaði niðurskurðurinn fyrir um það bil níu árum,“ segir hún. „Þannig að þegar það þurfti svo að fara í stórtækan niðurskurð eftir efnahagshrunið þá fórum við úr öskunni í eldinn.“ Hún bendir á að árið 2003 hafi verið byrjað að miða við svokallaða launastiku við útreikning á launakostnaði í framhaldsskólum landsins. Átti hún að sýna rauntölur um mánaðarlaun kennara en nýleg úttekt sýnir að launastikan hefur allt frá árinu 2004 verið langt undir raunverulegum dagvinnulaunum. Sá munur hefur farið stigvaxandi og var hann rúm 24 prósent á síðasta ári, sem þýðir að upphæðin sem fengin er til að standa undir launakostnaði er 24 prósentum lægri en raunveruleg laun kennaranna. „Þennan mismun höfum við síðan þurft að taka annars staðar frá þannig að við höfum fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í mörg ár,“ segir Aðalheiður. Hún segir að þessi niðurskurður birtist meðal annars í sístækkandi námshópum, minna námsframboði og skerðingu á þjónustu við nemendur.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira