Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi 17. júní 2013 09:30 Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor fréttablaðið/Rósa Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira