Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi 17. júní 2013 09:30 Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor fréttablaðið/Rósa Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira