Innlent

Neytendastofa segir vatnsvélar frá Champ Design stórhættulegar

Neytendastofa brýnir fyrir almenningi að aftengja og fjarlægja nú þegar vatnsvélar frá Champ Design CO, sem seldar vour í Byko fyrir nokkrum árum þar sem alvarleg hætta getur stafað af vélunum.

Eldur kviknaði í svona vél í Glerárskóla fyrr í vikunni og olli töluverðu tjóni, en nú er komið í ljós að sex eldsvoða má rekja til svona véla, meðal annars á leikskóla og um borð í skipi.

Talið er að 150 svona vélar séu enn í notkun og er Bykó nú að hafa samband við kaupendurna, en upplýsingar vantar um 14 þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×