„Við Svenni, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, pródúsent þáttarins, erum mjög ánægð með þáttinn og vonum að áhorfendum líki hann," segir Kolbrún Björnsdóttir sjónvarpskona þegar við heyrum í henni hljóðið.
„Það er þó ekki víst að við náum sjálf að horfa á hann þar sem við verðum í upptökum á þætti númer tvö um kvöldmatarleytið. En vonandi náum við því. Það er þá alltaf plúsinn," segir Kolla.
