Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 18. febrúar 2013 06:45 Gríðarleg aukning í framleiðslu á hrossakjöti varð á milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn erlendis og hækkandi kostnaður við hestahald skýra framleiðsluaukninguna. Mynd/GVA Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira