Fótbolti

Maradona hefur engu gleymt | Myndband

Maradona er kannski orðinn 52 ára gamall og nokkrum kílóum yfir kjörþyngd en hann kann enn sitthvað fyrir sér í boltanum.

Hann sýndi lipra takta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar að hann spilaði leik í Dúbæ nú á dögunum en hann hefur starfað þar síðustu árin.

Maradona er sagður hafa skorað tvö mörk í leiknum, lagt upp eitt og fengið gult fyrir að rífast við dómarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×