Fótbolti

Kolbeinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum

Kolbeinn fagnar.
Kolbeinn fagnar.
Kolbeinn Sigþórsson var í banastuði með Ajax í kvöld og skoraði tvö mörk í 6-0 sigri liðsins á Go Ahead Eagles.

Mörk Kolbeins komu á 52. og 53. mínútu. Hann byrjaði leikinn á bekknum en kom af honum eftir fimm mínútur er Bojan meiddist.

Ajax er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Einu stigi á eftir PSV Eindhoven sem tapaði gegn AZ Alkmaar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×