Innlent

Aðeins eitt tilboð í vegalagfæringar

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Þrátt fyrir mikla erfiðleika og verkefnaskort í verktakageiranum barst Vegagerðinni aðeins eitt tilboð í að lagfæra veginn yfir Þverárfjall fyrir norðan.

Borgarverk bauð rúmar 62 milljónir króna í verkið, sem er 96,6 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.  Í útboðum Vegagerðarinnar að undanförnu hafa tilboðin verið býsna nálægt kostnaðaráætlun, en síðast þegar kreppti að hjá verktökum bárust tilboð niður úr öllu valdi, eða allt niður undir helming af kostnaðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×