Norska skemmtiferðaskipið Fram er nú komið inn á Faxaflóa og mun legggjast að Skarfabakka í Sundhöfn um hádegi, fyrst allra skemmtiferðaskipa í ár.
Fram er eitt af minnstu skemmtiferðaskipunum, sem kemur hingað í sumar, en á mánudag er von á því stærsta. Þegar Fram var statt út af Ingólfshöfða síðdegis í gær fékk farþegi hjartaáfall og óskaði skipstjórinn þegar eftir því að þyrla Gæslunnar sækti manninn og flytti á sjúkrahús. Þyrlan lenti með farþegann við Borgarspítalann um köldmatarleitið.
Fyrsta skemmtiferðaskipið komið
