Innlent

Hagsmunasamtökin telja dóminn fordæmisgefandi

ÞEB skrifar
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg fyrir þremur árum síðan.

Málið snérist um bílalán sem Plastiðjan tók hjá Sp-fjármögnun, sem nú tilheyrir Landsbankanum. Lögmaðurinn Einar Hugi Bjarnason, sem höfðaði málið fyrir hönd Plastiðjunnar, segir málið geta haft áhrif á þúsundir lána og að fjárhagslegir hagsmunir  hlaupi á milljörðum króna.

Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtaka heimilanna er sömu skoðunar og telur fordæmisgildið ótvírætt.

„Þessi dómur svo sem staðfestir bara það sem hagsmunasamtökin hafa alltaf haldið fram að það sé alveg sama hvað lánstíminn var upprunalega láninu, hann á ekki að hafa áhrif á það hvort það er löglegt eða ólöglegt. “

„Nú held ég líka að stjórnkerfið allt saman sem á að fylgjast með, að það fari að vakna upp af sínum þyrnirósarsvefni og fara að standa sína pligt. Og þessi nýju stjórnvöld sem eru að koma inn núna, maður ber ákveðnar væntingar til þeirra um að þá muni kannski breytast með þeir sem eru í eftirlitskerfinu og stjórnkerfinu.

Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans sagði í gær að verið væri að skoða afleiðingar dómsins og málin myndu vonandi skýrast frekar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×