Innlent

Ofbeldisseggur í síbrotagæslu

Akranes.
Akranes.

Að kröfu lögreglunnar á Akranesi var karlmaður úrskurðaður í síbrotagæslu frá og með 30. maí sl.

Krafan var lögð fram vegna ítrekaðra brota mannsins. Til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi eru þrjú mál er varða húsbrot á heimili fólks og alvarlegar líkamsárásir og eitt mál að auki af sama meiði til meðferðar hjá Hérðasdómi Vesturlands.

Maðurinn var úrskurðaður í gæslu í fjórar vikur og unir hann úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×