Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. Mynd/Anton
„Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar.

„Það var ótrúlegt að við náðum að vinna þennan leik miðað við hvernig byrjunin var og hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist," sagði Ólafur Örn.

„Einhvern vegin náðum við að klára þetta, sanngjarnt eða ekki skiptir engu máli því við unnum," sagði Ólafur Örn.

„Lukkudísirnar voru okkar megin og við erum með góðan markvörð," sagði Ólafur Örn um lykilinn að sigrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×