Innlent

Líkamsárás, fíkniefni og kynferðisafbrot á Þjóðhátíð

Erill var hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gær. Um 10 þúsund manns eru á Þjóðhátíð.
Erill var hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gær. Um 10 þúsund manns eru á Þjóðhátíð. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Mikið var að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Eru lögreglumenn 25 á vakt og er mikill viðbúnaður vegna hátíðarinnar. Samráðsfundi lögreglu, sjúkrahúss Vestmannaeyja, bæjaryfirvalda og Þjóðhátíðarnefndar er nú lokið.

Átta fíkniefnamál komu upp í gær og nótt.  Fíkniefnamál Þjóðhátíðar eru því orðin 14 frá því á miðvikudagskvöld. Lagt var hald á maríjúana, en einnig á amfetamín og kókaín. Í einu málinu var aðili á tvítugsaldri handtekinn, en á honum fundust 40 grömm af ætluðu amfetamíni og efni til íblöndunar. Hann viðurkenndi að hafa ætlað efnið til sölu í Vestmannaeyjum um helgina. Eftir skýrslutöku var manninum sleppt og má hann búast við ákæru eftir hátíðina.


Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í nótt en hún átti sér stað í Herjólfsdal. Þar var maður sleginn þannig að tennur losnuðu. Vitað er hver var þar að verki og er málið í rannsókn.

Nú þegar hefur einnig eitt kynferðisafbrotamál varpað skugga á hátíðina. Vísir greindi frá því í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×