Íslenski boltinn

Á fjórða þúsund manns á Hásteinsvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum.
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum.
3.024 áhorfendur fylgjast með viðureign ÍBV og FH í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Eyjum. Um áhorfendamet er að ræða í Eyjum.

Í fyrsta sinn er leikið á Þjóðhátíð í Eyjum sem hefur sitt að segja. Óhætt er að fullyrða að enn fleiri hefðu lagt leið sína á völlinn hefði veður verið betra. Afar hvasst erí Eyjum þótt hann haldist þurr.

Örn Hilmisson, yfirmaður öryggisgæslu á Hásteinsvelli, staðfesti í samtali við Vísi fyrir stundu að töluvert væri um að gestir reyndu að svindla sér inn á völlinn.

FH-ingar leiða 1-0 þegar stundarfjórðungur er liðinn af síðari hálfleik. Beina textalýsingu má nálgast hér en leikurinn er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×