„Kjánalegt að gefa sér andstöðu okkar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira